Stjarnan 2-1 Fylkir
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson (1′)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson (26′)
2-1 Ísak Andri Sigurgeirsson(92′)
Það eru væntanlega ófáir Stjörnumenn glaðir í kvöld eftir leik liðsins við Fylki í efstu deild karla.
Um var að ræða fyrsta leik beggja liða á þessu tímabili og var spilað á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ.
Stjarnan byrjaði ansi illa og komst Fylkir yfir með marki frá Valdimari Þór Ingimundarsyni á fyrstu mínútu.
Markavélin Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 26. mínútu en hann skoraði geggjað mark beint úr aukaspyrnu.
Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald hjá Fylki á 88. mínútu en hann átti ljóta tæklingu á Alex Þór Hauksson og dómurinn réttur.
Stjarnan náði svo að tryggja stigin þrjú í uppbótartíma er ungstirnið Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði.
Ísak er fæddur árið 2003 en hann átti skot í varnarmann Fylkis og þaðan í netið. Lokatölur, 2-1.