fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Mikil dramatík er Stjarnan lagði Fylki – 17 ára með sigurmark

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. júní 2020 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan 2-1 Fylkir
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson (1′)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson (26′)
2-1 Ísak Andri Sigurgeirsson(92′)

Það eru væntanlega ófáir Stjörnumenn glaðir í kvöld eftir leik liðsins við Fylki í efstu deild karla.

Um var að ræða fyrsta leik beggja liða á þessu tímabili og var spilað á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ.

Stjarnan byrjaði ansi illa og komst Fylkir yfir með marki frá Valdimari Þór Ingimundarsyni á fyrstu mínútu.

Markavélin Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 26. mínútu en hann skoraði geggjað mark beint úr aukaspyrnu.

Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald hjá Fylki á 88. mínútu en hann átti ljóta tæklingu á Alex Þór Hauksson og dómurinn réttur.

Stjarnan náði svo að tryggja stigin þrjú í uppbótartíma er ungstirnið Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði.

Ísak er fæddur árið 2003 en hann átti skot í varnarmann Fylkis og þaðan í netið. Lokatölur, 2-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Onana gæti náð fyrsta leiknum

Onana gæti náð fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Í gær

Vill ekki yfirgefa United en er nú orðaður við enn eitt félagið

Vill ekki yfirgefa United en er nú orðaður við enn eitt félagið
433Sport
Í gær

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
433Sport
Í gær

Kíkti óvænt í heimsókn í sumarfríinu – Sjáðu myndbandið

Kíkti óvænt í heimsókn í sumarfríinu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Kvartaði og fékk níuna að lokum

Kvartaði og fékk níuna að lokum