Andy Cole, goðsögn Manchester United, fraus í leikmannagöngunum árið 1999 þegar liðið mætti Inter Milan í Meistaradeildinni.
Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum keppninnar en með Inter lék brasilíski framherjinn Ronaldo.
Cole varð mjög ‘starstruck’ þegar hann sá Ronaldo enda mikill aðdáandi leikmannsins.
,,Ég man þegar við spiluðum við Inter Milan á þessu tímabili og ég sá Ronaldo í leikmannagöngunum. Ég lýg ekki, ég meig næstum á sjálfan mig!“ sagði Cole.
,,Ég hafði horft á þennan mann í mörg ár. Við erum að tala um alvöru leikmann. Hann var með allt og ég stóð við hliðina á honum á San Siro og hugsaði: ‘Þetta er ruglað!’
,,Þú hugsar að þú sért kominn á sama stað og þessir leikmenn, þú ert á sama velli, það er súrrealískt.“