Iker Casillas, fyrrum markvörður Real Madrid, er hættur við að bjóða sig fram sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.
Casillas gaf það út fyrr á þessu ári að hann myndi bjóða sig fram gegn Luis Rubiales.
Nú hefur Casillas dregið framboð sitt til baka og segir það vegna ástandsins í landinu í kjölfar Kórónuveirufaraldsins.
Það eru því allar líkur á því að Rubiales verði endurkjörinn þegar kosið verður í ágúst.
Casillas er goðsögn spænskrar knattspyrnu og vann ófáa titla með bæði félagsliði og landsliði.