KR-ingar gætu verið í vandræðum eftir baráttuna á Hlíðarenda á laugardag. Bæði Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eru meiddir.
Ólíklegt að Finnur og Arnór verði leikfærir gegn HK um næstu helgi þegar önnur umferð í Íslandsmóti karla í knattspyrnu fer fram.
KR vann góðan sigur á Val í fyrstu umferð deildarinnar á laugardag en Íslandsmeistararnir fóru frábærlega af stað.
„Finnur Tómas fékk högg á ristina og er að byrja í meðhöndlun vegna þessa,“ sagði Rúnar Kristinsson í samtali við mbl.is í dag.
„Við þurfum að sjá til með hann og það ætti að skýrast betur á morgun hvert framhaldið verður. Varðandi Arnór Svein þá var þetta líka högg og væntanlega mar. Gæti verið tognun í baki og við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Eins og staðan er í dag eru þeir báðir mjög tæpir.“