Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, telur að Barcelona gæti gert mistök þegar sumarglugginn opnar.
Barcelona mun að öllum líkindum kaupa framherja og er Lautaro Martinez orðaður við liðið.
Hann gæti átt að taka við af Luis Suarez í fremstu víglínua en Wenger er ekki viss um að það megi afskrifa úrúgvæska framherjann.
,,Barcelona hefur alltaf keypt bestu leikmennina. Ég er þó ekki viss um að það þurfi að leysa Suarez af hólmi,“ sagði Wenger.
,,Þeir geta bætt við sig öðrum framherja því það er rétt, Suarez og Leo Messi eru aðal markaskorararnir og kannski þurfa þeir annan.“
,,Ég held að Antoine Griezmann muni byrja að skora á einhverjumn tímapunkti en hann virðist ekki hafa aðlagast alveg.“