Arturo Vidal, leikmaður Barcelona, hefur gefið í skyn að hann sé á leið til Inter Milan í sumar.
Antonio Conte er stjóri Inter en hann vann með Vidal hjá Juventus og þekkjast þeir mjög vel.
,,Við þurfum að spila í tvo mánuði. Ég er ánægður hérna og samherjarnir eru frábærir,“ sagði Vidal.
,,Ég þarf þó að finna fyrir því að ég sé mikilvægur. Ef það er ekki þannig þá horfi ég annað til að halda ferlinum áfram.“
,,Samband mitt og Conte er frábært, hann veit að ég er sigurvegari og að hann getur treyst mér. Það er það sem ég vil hér.“
Vidal er 33 ára gamall en hann kom frá Bayern Munchen fyrir tveimur árum.