Ítalska félagið Brescia ætlar að kæra Mario Balotelli og umboðsmann hans umdeilda, Mino Raiola.
Raiola gerði allt vitlaust í vikunni þegar hann sagði Balotelli væri eini leikmaðurinn í Brescia sem hefði ekki farið í próf vegna kórónaveirunnar.
Raiola fór svo langt og sagði það tengjast húðlit leikmannsins sem félagið tók alls ekki vel í.
Balotelli fór svo sjálfur á Instagram og sagði ummæli Raiola vera rétt.
Balotelli er á förum frá félaginu en hann fékk einnig opinbera gagnrýni frá þjálfara félagsins fyrir helgi.
Brescia gaf frá sér tilkynningu um helgina og neitar félagið öllum ásökunum Raiola og mun leggja fram kæru.