Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, hefur í raun staðfest það að Timo Werner sé á förum frá félaginu.
Chelsea virðist vera að tryggja sér þjónustu Werner sem hefur raðað inn mörkum í Bundesligunni.
,,Ég býst ekki við að Timo verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði Nagelsmann við DAZN í gær.
Líklegt er að kaupin á Werner klárist í dag en hann er falur fyrir 50 milljónir punda þar til á morgun.
Þýska úrvalsdeildin endar þann 27. júní en Leipzig er enn á lífi í Meistaradeildinni og er óvíst hvenær hún fer af stað.