HK 2-3 FH
0-1 Steven Lennon (19′)
1-1 Valgeir Valgeirsson (45′)
1-2 Steven Lennon (84′)
1-3 Leifur Andri Leifsson (sjálfsmark, 86′)
2-3 Ásgeir Marteinsson(91′)
FH byrjar Íslandsmót karla í knattspyrnu á sigri en liðið spilaði við HK í Kórnum klukkan 18:00.
FH byrjaði leikinn vel og komst yfir með marki frá Steven Lennon á 19. mínútu en hann slapp einn í gegn og skoraði.
HK tókst að jafna undir lok fyrri hálfleiks en Valgeir Valgeirsson skoraði þá þegar sekúndur voru eftir.
Undir lok leiksins gerði FH hins vegar út um leikinn og var Lennon allt í öllu fyrir framan mark heimamanna.
Fyrst nýtti framherjinn sér mistök í vörn HK og skoraði í autt mark. Tveimur mínútum seinna átti Skotinn fyrirgjöf sem fór í Leif Andra Leifsson og í netið.
HK náði að minnka muninn í uppbótartíma er Ásgeir Marteinsson nýtti sér slysaleg mistök í vörn FH og skoraði.
Lokatölur í Kórnum, 2-3.