Nicky Butt, þjálfari hjá Manchester United, segir að Scott McTominay sé fyrsta nafnið á blað hjá Ole Gunnar Solskjær.
McTominay virðist eiga fast sæti á miðju United undir Solskjær en hann hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu.
Skotinn er uppalinn á Old Trafford en það er ekki of algengt að uppaldir leikmenn nái að festa sig í sessi.
,,Scott er örugglega fyrsta nafnið á blað þessa stundina og Brandon Williams hefur gert vel,“ sagði Butt.
,,Leikmenn Manchester United eru mismunandi, þetta snýst ekki bara um hrein gæði, heldur meira en það.“
,,Það eru margir leikmenn sem hafa komið héðan og eru betri en flestir en hafa ekki komist eins langt. Það þarf meira en það til að komast í aðalliðið.“