ÍBV 4-3 Þróttur R.
1-0 Miyah Watford (6′)
2-0 Miyah Watford (35′)
3-0 Danielle Sultana Tolmais (53′)
3-1 Stephanie Mariana Ribeiro (víti, 68′)
3-2 Laura Hughes (78′)
4-2 Fatma Kara (víti, 83′)
4-3 Stephanie Mariana Ribeiro (86′)
Það var boðið upp á mikið fjör í Eyjum í dag er Þróttur Reykjavík heimsótti ÍBV í efstu deild kvenna.
Það leit lengi út fyrir að ÍBV myndi vinna þægilegan sigur en staðan var 3-0 eftir 53 mínútur.
Þá skoruðu Þróttarar hins vegar tvö mörk áður en Fatma Kara kom ÍBV í 4-2 með marki úr vítaspyrnu.
Ekki löngu seinna skoraði Þróttur svo annað mark til að laga stöðuna í 4-3. Lengra komust gestirnir þó ekki og lokastaðan, 4-3.