Eins og flestir vita þá er enska úrvalsdeildin að fara af stað á ný eftir Kórónuveirufaraldurinn.
Það hafa margir beðið spenntir eftir að deildin fari af stað á ný og mun það gerast á miðvikudaginn í næstu viku.
Það eru 29 umferðir búnar af deildinni til þessa en alls eru 38 umferðir spilaðar.
Það er því við hæfi að skoða markahæstu leikmenn deildarinnar áður en flautað verður til leiks á ný.
Jamie Vardy er markahæstur þessa stundina en hann hefur gert 19 mörk hingað til.
Þetta má sjá hér.
19 – Jamie Vardy
17 – Pierre-Emerick Aubameyang
16 – Mohamed Salah, Sergio Aguero
15 – Danny Ings
14 – Marcus Rashford, Sadio Mane
13 – Raul Jimenez, Tammy Abraham, Dominic Calvert-Lewin
11 – Chris Wood, Teemu Pukki, Raheem Sterling, Anthony Martial, Harry Kane