Adnan Januzaj, leikmaður Real Sociedad, býst ekki við að Paul Pogba sé á förum frá Manchester United í sumar.
Pogba er oft orðaður við brottför frá United en Juventus og Real Madrid eru nefnd til sögunnar.
Januzaj er góðvinur Pogba og býst hann við að Frakkinn sé ekki að kveðja í bráð.
,,Ég held að Paul verði þarna áfram. Samband okkar er ennþá mjög náið,“ sagði Januzaj.
,,Við höfum þekkst síðan við vorum krakkar þegar við lékum í unglingaliði United.“
,,Fjölskyldur okkar þekkjast mjög vel og við erum í sambandi. Það mun aldrei breytast.“