Phil Jones, leikmaður Manchester United, hefur spilað með ófáum góðum leikmönnum á ferlinum.
Jones er enn aðeins 27 ára gamall en býr yfir gríðarlegri reynslu og þá sérstaklega á Old Trafford.
Jones var fyrir helgi beðinn um að velja sitt fimm manna draumalið sem er virkilega sterkt.
Englendingurinn ákvað að velja aðeins einn varnarmann og er það Serbinn Nemanja Vidic.
Dimitar Berbatov fær pláss við hlið Vidic á miðjunni og frammi eru þeir Paul Scholes og Wayne Rooney.
David de Gea fullkomnar svo liðið og stendur í markinu.