Chelsea er búið að gefa grænt ljós á að N’Golo Kante fari til Real Madrid í sumar samkvæmt nýjustu fregnum.
Kante er reglulega orðaður við Real en Zinedine Zidane, stjóri liðsins, er mikill aðdáandi leikmannsins.
Chelsea mun kaupa mikið fyrir næstu leiktíð og notar Kante til að fjármagna kaup á öðrum spilurum.
Miðað við þessar fréttir þá borgar Real 71 milljón punda fyrir Kante sem vann HM með Frökkum árið 2018.
Kante hefur reynst Chelsea vel síðustu ár eftir að hafa unnið deildina með Leicester City.