Alfreð Finnbogason kom við sögu hjá Augsburg í dag er liðið vann sterkan útisigur á Mainz í Þýskalandi.
Alfreð á ekki fast sæti í liði Augsburg þessa stundina en hann var meiddur fyrr á tímabilinu.
Okkar maður kom inná sem varamaður á 62. mínútu í leik sem lauk með 1-0 sigri Augsburg.
Í þýsku B-deildinni þá spilaði Guðlaugur Victor Pálsson með Darmstadt gegn Hannover.
Darmstadt vann dramatískan 3-2 sigur en sigurmarkið kom á 93. mínútu í uppbótartíma.