Cedric Soares, varnarmaður Arsenal, mun líklega kveðja félagið án þess að spila einn einasta leik á Emirates.
Frá þessu greina enskir miðlar en Cedric var lánaður til Arsenal frá Southampton í byrjun árs.
Arsenal borgaði fimm milljónir punda fyrir Cedric en hann kom meiddur til liðsins og spilaði ekki í byrjun.
Útlit er fyrir að Cedric verði ekki með Arsenal í næstu leikjum en liðið á leik gegn Manchester City þann 17. júní.
Cedric verður samningslaus í London þann 30. júní næstkomandi og mun að öllum líkindum ekki fá að spila leik fyrir félagið.