Fabrizio Ravanelli ætlar að reyna að fá Gonzalo Higuain ef hann fær starf hjá Marseille í Frakklandi.
Ravanelli vill fá að vinna sem yfirmaður knattspyrnumála Marseille en ákvörðun verður tekin á næstunni.
Higuain er leikmaður sem Ravanelli myndi reyna við en hann er á mála hjá Juventus á Ítalíu.
,,Myndi hann koma til okkar? Ég veit það ekki. Hann væri mikilvægur í Meistaradeildinni,“ sagði Ravanelli.
,,Það er möguleiki á að hann sé að kveðja Juventus. Hann er 32 ára gamall og gæti einnig verið fáanlegur á láni.“