Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála PSG, hefur staðfest það að tveir leikmenn séu á förum frá félaginu.
Það eru þeir Edinson Cavani og Thiago Silva sem hafa þjónað félaginu lengi og einnig vel.
Saman hafa leikmennirnir spilað yfir 600 leiki fyrir franska félagið en nú styttist í kveðjustund.
Silva er varnarmaður og er fyrirliði PSG og hefur Cavani skorað 200 mörk í 300 leikjum á sjö árum.
,,Cavani og Thiago Silva? Já þeirra tími hér er að enda. Hugmyndin er að þeir spili út ágúst,“ sagði Leonardo.