Maurizio Sarri, stjóri Juventus, ræddi við blaðamenn eftir markalaust jafntefli við AC Milan í gær.
Juventus komst í úrslitaleik ítalska bikarsins en liðið skoraði útivallarmark í fyrri viðureigninni.
Cristiano Ronaldo gat komist á blað snemma leiks en vítaspyrnuskot hans fór í stöngina.
,,Ég bað Ronaldo um að spila aðeins meira miðsvæðis, hann var tilbúinn að prófa það og hann spilaði leikinn sem hann þurfti að gera,“ sagði Sarri.
,,Hann er örugglega ekki vanur að missa vítapsyrnum svo að skjóta í stöngina, hann var óheppinn.“
,,Ég held það að spila honum aðeins lengra hægra eða vinstra megin breyti miklu fyrir svo sterkan leikmmann.“