fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Rúnar: Líkur á að einhverjir verði í fríi í fyrramálið og næstu daga

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. júní 2020 22:21

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum kátur í kvöld eftir þrjú stig í opnunarleik Íslandsmótsins.

KR vann góðan 1-0 útisigur á Val á Hlíðarenda og byrjar mótið á baráttusigri.

,,Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við byrjuðum ofboðslega vel og liðið var með sjálfstraust. Við skoruðum frábært mark eftir góða sókn,“ sagði Rúnar.

,,Við unnum boltann trekk í trekk fyrir utan teiginn þeirra og getum herjað á þá. Þetta eina mark skildi liðin að, þetta var mjög jafn leikur. Tvö lið sem búið er að spá toppbaráttu í sumar.“

,,Við drógum lengsta stráið og skoruðum þetta eina mark og náðum að hanga á þessu.“

Það var hart tekist á í leik kvöldsins og viðurkennir Rúnar að sumir séu verr farnir en aðrir.

,,Það eru líkur á því að einhverjir verði í fríi í fyrramálið og næstu daga, við misstum menn útaf vegna meiðsla.“

,,Menn voru þjakaðir en það eru pústrar í þessu. Menn detta harðar á gervigras en á grasi, ég vona að við verðum ekki án þessara manna í næstu leikjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United