fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus – Vakna gamlir draugur á Hlíðarenda?

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 13. júní 2020 21:57

Frá N1-vellinum, heimavelli Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fótboltasumarið hjá körlunum hófst formlega í kvöld með leik Vals og KR á Hlíðarenda í efstu deild.

Leikurinn var fjörugur en það voru Íslandsmeistarar KR sem höfðu betur. Óskar Örn Hauksson skoraði eina mark leiksins seint í síðari hálfleik.

Valsmenn ógnuðu lítið í síðari hálfleik og sigur KR að lokum nokkuð sanngjarn.

Plús og mínus af Hlíðarenda er hér að neðan.

Plús:

Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta mark sumarsins. Sautjánda tímabilið í röð í efstu deild sem Óskar Örn sem fagnar 36 ára afmæli á þessu ári skorar í deildinni.

Það er ánægjulegt fyrir áhugafólk um knattspyrnu að boltinn sé byrjaður að rúlla, ekki fallegasti knattspyrnuleikur sögunnar en vel tekist á og stemming á Hlíðarenda.

Arnþór Ingi Kristinsson virðist ætla að halda áfram frá síðasta tímabili, var virkilega öflugur í kvöld. Stálið á miðsvæðinu sem heldur góðu jafnvægi í leik liðsins..

Mínus:

Mennirnir þrír fyrir aftan Patrick Pedersen áttu allir slakan dag. Aron Bjarnason var gjörsamlega týndur, Sigurður Egill sást lítið sem ekkert og það sem Kaj Leó gerði var ekkert sérstakt.

Getur Heimir Guðjónsson leyft sér það að nota Sigurð Egil fyrir aftan framherjann þegar breiddin á kantinum er ekki meiri?

Meiðsli leikmanna eru mínus eftir kvöldið, eftir örfáar vikur til undirbúnings er viðbúið að fjöldi leikmanna í deildinni meiðist á næstu vikum. Rasmus Steenberg Christiansen meiddist hjá Val og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Tómas Pálmason hjá KR. Aðrir urðu fyrir hnjaski og fór Pálmi Rafn Pálmason haltur af velli.

Gamlir draugar frá síðustu leiktíð eftir þetta tap Vals, liðið lék illa í fyrra og leikurinn í kvöld minnti um margt á það tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea
433Sport
Í gær

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra
433Sport
Í gær

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
433Sport
Í gær

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze