Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, var sáttur í kvöld eftir góðan sigur liðsins á Val í opnunarleik Íslandsmótsins.
Óskar Örn Hauksson skoraði eina mark leiksins fyrir KR og reyndist það nóg til að tryggja stigin þrjú.
,,Þetta var bara akkúrat það sem við ætluðum okkur og sem betur fer þá tókst það,“ sagði Pálmi.
,,Þetta var náttúrulega mikil barátta og það voru læti og tæklingar. Ég held að það hafi sést með öllum þessum meiðslum sem urðu í dag.“
,,Sem betur fer er fyrir utan kannski Arnór, ég veit ekki hvað kom fyrir Rasmus, eru þetta högg og tæklingar frekar en vöðvameiðsli. Við vonum að þeir jafni sig fljótt.“
,,Við reiknum alltaf með því að þeir komi af helvítis hörku í okkur – við eigum og ætlum alltaf að gera það líka. Það kom okkur ekki á óvart.“