Napoli 1-1 Inter
0-1 Christian Eriksen(2′)
1-1 Dries Mertens(41′)
Það er Napoli sem mun spila við Juventus í úrslitum ítalska bikarsins eftir leik við Inter Milan í kvöld.
Napoli vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli og lenti undir snemma leiks í kvöld. Christian Eriksen skoraði þá beint úr hornspyrnu.
Staðan var 1-1 þar til á 41. mínútu þegar Dries Mertens skoraði mark til að tryggja Napoli áfram.
David Ospina átti stórleik í marki Napoli og er það honum að þakka að liðið sé komið í úrslit.