Valur 0-1 KR
0-1 Óskar Örn Hauksson(39′)
Fyrsta leik Íslandsmóts karla í knattspyrnu er nú lokið en þar áttust við ríkjandi meistarar KR og Valur.
Leikið var á Origo-vellinum, heimavelli Vals, og voru það meistararnir sem byrjuðu mótið á verulega sterkum sigri.
Leikurinn sjálfur var ágætis skemmtun og áttu báðir markmenn liðanna góðar vörslur.
Besti maður Íslandsmótsins í fyrra, Óskar Örn Hauksson, sá um að skora eina mark leiksins fyrir gestina.
Óskar skallaði inn fyrirgjöfu Kennie Chopart í fyrri hálfleik sem reyndist nóg til að tryggja sigur.