fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Óskar Hrafn: Ég gæti alveg spilað því korti

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. júní 2020 10:00

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, mun stýra sínum fyrsta alvöru keppnisleik í Pepsi Max-deild karla á morgun.

Breiðablik er spáð ágætis gengi á þessu tímabili en flestir telja þó að Valur eða KR séu þau sigurstranglegustu í sumar.

Við ræddum við Óskar eftir spá sérfræðinga í efstu deild en hann býst við að deildin verði sterkari en margir búast við.

,,Ég horfi bara á þetta sem einhverja spá. Þessi lið í sex efstu sætunum geta hæglega ef svo ber undir náð mjög langt. Ég held að munurinn á þremur efstu í spánni og þremur fyrir neðan sé ekki eins mikill og spáin gefur til kynna,“ sagði Óskar.

,,Þetta er auðvitað bara spá og svo þarf að spila leikina. Ég held að undirbúningurinn hafi gengið ágætlega hjá okkur, þetta er sérstakt að reyna að blanda saman því að ná takti og passa að menn hrynji ekki niður.“

,,Þetta eru viðbrigði fyrir menn þó þeir hafi verið að hlaupa og annað. Ég held að við höfum náð ágætis jafnvægi.“

Óskar hefur breytt miklu síðan hann tók við Blikum eftir síðustu leiktíð og leggur áherslur á annað en Ágúst Gylfason sem var þar áður.

Kórónuveirufaraldurinn hjálpaði ekki og kom langt hlé vegna þess. Óskar mun þó ekki spila því korti og er bjartsýnn á framhaldið.

,,Ég gæti alveg spilað því korti en við höfum þann tíma sem við höfum og nýttum hann betur en vel. Ég held að allir geti skrifað undir það að það er ekki gott að fá pásu í hlutina, þá missirðu aðeins taktinn.“

,,Við reynum að nota þennan tíma sem við höfum úti á velli og vonandi skilar það sér inn í leikinn.“

Það er fín breidd í hóp Breiðabliks og mun Óskar notast bæði við fimma manna varnarlínu sem og hefðbundna fjögurra manna línu. Bæði kerfi hafa verið notuð á undirbúningstímabilinu.

,,Ég held að við þurfum að vera tilbúnir til að vera sveigjanlegir. Það er alveg ljóst. Ég get sagt það að við munum stilla upp liðinu miðað við mótherja.“

,,Við erum með fullt af góðum leikmönnum og ég er fullviss um að það komi sér vel. Það verður spilað þétt. Leikirnir eru erfiðir, þú þarft að mæta tilbúinn til að gefa allt í leikina í þessa deild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United