Það var boðið upp á ansi óvænt úrslit í Mjólkurbikar karla í dag er Njarðvík mættii Árborg á heimavelli.
Árborg leikur í 4.deildinni en Njarðvík í 2. deild og voru það gestirnir sem höfðu betur.
Venjulegum leiktíma og framlengingu lauk með 1-1 jafntefli en Árborg hafði betur í vítaspyrnukeppni.
Það var einnig framlengt í leik Hauka og Fram og þar höfðu Framarar betur 2-1.
Gary Martin mætti þá sjóðandi heitur til leiks er ÍBV burstaði Grindavík 5-0 á útivelli. Gary setti þrennu í sigrinum.
Hér má sjá úrslit og markaskorara.
Njarðvík 1-1 Árborg(4-5)
0-1 Haukur Ingi Gunnarsson
1-1 Marc McAusland
Haukar 1-2 Fram
0-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson
1-1 Kristófer Dan Þórðarson
1-2 Þórir Guðjónsson
Grindavík 1-5 ÍBV
0-1 Gary Martin
0-2 Telmo Castanheira
0-3 Gary Martin
0-4 Telmo Castanheira
0-5 Gary Martin(víti)
1-5 Aron Jóhannsson
Þróttur V. 1-2 Víkingur Ó.
0-1 Gonzalo Zamorano
1-1
1-2 Gonzalo Zamorano