Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, hefur varað Manchester United við fyrir komandi viðureign á föstudag.
Enska deildin er að fara af stað á ný og mun Harry Kane snúa aftur í lið Tottenham hefur erfið meiðsli.
Lloris segir að Kane sé í frábæru standi og að það verði ekki auðvelt fyrir United að stöðva hann í næstu viku.
,,Liðið okkar mun líta öðruvísi út en fyrir nokkrum mánuðum. Harry er tilbúinn,“ sagði Lloris.
,,Hann er andlega tilbúinn og það skiptir mestu máli. Hann hefur jafnað sig vel af slæmum meiðslum og hlakkar til að komast aftur út á völl.“
,,Það þekkja allir hans markmið og hans metnað til að sigra. Hann er á góðum stað og bíður bara eftir að fá að byrja.“