Juventus á Ítalíu er að íhuga það sterklega að selja miðjumanninn Aaron Ramsey í sumar samkvæmt sögusögnum.
Ramsey kom til Juventus frá Arsenal fyrir þessa leiktíð en hefur þó aðeins spilað 15 deildarleiki til þessa.
Juventus er í fjárhagserfiðleikum eins og önnur lið og skoðar það að losa Ramsey af launaskránni.
Ramsey fær um 400 þúsund pund á viku hjá Juventus og gæti verið sá fyrsti til að kveðja.
Manchester United ku hafa áhuga á að fá Ramsey í sínar raðir en hann var áður mjög góður með Arsenal.