Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur valið fimm bestu leikmennina sem hann hefur spilað með á ferlinum.
Val Henderson er ansi athyglisvert en enginn af þessum leikmönnum spilar með honum í dag.
Fjórir leikmenn voru með Henderson í Liverpool og þá einn aðeins í enska landsliðinu, Wayne Rooney.
,,Augljóslega Steven Gerrard vegna þess hvað hann gerði fyrir mig persónulega og bara allt sem tengist honum, hann væri alveg á toppnum,“ sagði Henderson.
,,Luis Suarez er fæddur sigurvegari og meiddist aldrei. Jafnvel ef hann var meiddur þá spilaði hann.“
,,Raheem Sterling. Ég sá hann þegar hann var að byrja og hans ferð hefur verið ótrúleg. Ég er viss um að hann geti bætt sig og orðið betri.“
,,Philippe Coutinho var svo góður tæknilega og elskaði að spila fótbolta. Hann vildi njóta sín og var einnig frábær náungi.“
,,Svo Wayne Rooney. Það er erfitt fyrir Liverpool mann að segja en við opnum okkur aðeins svo United-menn hati mig ekki eins mikið. Hann gat gert allt. Þvílíkur leikmaður.“