Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sá sína menn tapa gegn KR í opnunarleik efstu deildar karla í kvöld.
Heimir viðurkennir að hans menn hafi ekki átt meira skilið og að úrslitin hafi verið sanngjörn.
,,Nei við áttum ekki meira skilið. Það fannst mér ekki. Við sköpum 3-4 ágætis möguleika en spilum ekki nógu vel á vellinum,“ sagði Heimir.
,,Það var of auðvelt fyrir KR-inga að loka á okkur og heilt yfir vonbrigði að við skildum ekki ná að leysa þegar þeir yfirmanna svæðin á móti okkur.“
,,KR-ingar eru góðir í að vinna seinni boltana og á löngum köflum gerðum við það ekki nógu vel, það er einn af lyklunum ef þú ætlar að vinna KR. Það vantaði að taka boltann og færa úr einu svæði í annað.“
,,Við fengum tvö þrjú færi í fyrri hálfleik og Beitir var góður í markinu. Við hefðum mátt vanda fyrirgjafirnar betur, hann var að taka þær of auðveldlega.“