Borussia Dortmund vann ansi dramatískan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Dusseldorf á útivelli.
Það leit lengi út fyrir að markalaust jafntefli yrði niðurstaðan en það tók undrabarnið Erling Haaland ekki í mál.
Haaland kom inná sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sigurmark Dortmund á 95. mínútu í uppbótartíma.
Dortmund er fjórum stigum frá Bayern Munchen á toppnum sem á einn leik til góða.
Samúel Kári Friðjónsson kom ekki við sögu hjá Paderborn sem fékk Werder Bremen í heimsókn.
Paderborn tapaði stórt 5-1 á heimavelli og situr enn á botninum, átta stigum frá öruggu sæti.