Erling Haaland, leikmaður Dortmund, lét dómara heyra það í kvöld eftir leik við Dusseldorf í Bundesligunni.
Haaland var hetja Dortmund í leiknum og gerði eina markið á 95. mínútu í 1-0 sigri.
Áður komst Dortmund yfir með marki Raphael Guerreiro en VAR flautaði á hendi og markið ekki gilt.
Haaland er ekki viss um að dómurinn hafi verið réttur og lét í sér heyra eftir leik.
,,Ég hef ekki séð endursýninguna en það er eins og það sé bara dæmd hendi á okkur eins og er,“ sagði Haaland.