Fylkir 1-0 Selfoss
1-0 Eva Rut Ásþórsdóttir(54′)
Fylkir byrjar Íslandsmót kvenna í knattspyrnu á sigri en liðið spilaði við Selfoss á heimavelli í kvöld.
Um var að ræða leik í fyrstu umferð keppninnar en aðeins eitt mark var skorað.
Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði það mark fyrir Fylki snemma í seinni hálfleik og reyndist það nóg.
Magdalena Anna Reimus gat jafnað metin fyrir Selfoss úr vítaspyrnu á 88. mínútu en því miður fyrir gestina fór hún forgörðum.