Loris Karius virðist ekki vera að flýta sér frá Liveprool og gæti sætt sig við sæti á varamannabekk liðsins.
Karius greinir sjálfur frá þessu en hann er kominn aftur til liðsins eftir tveggja ára lán hjá Besiktas.
Karius mun ekki taka sæti Alisson Becker í byrjunarliði Liverpool sem virðist þó bögga hann mjög lítið.
,,Auðvitað ef ég vil fá að spila þá þarf ég að skipta um félag. Það er þó ekkert vit í því að segja að ég sé að fara frá Liverpool fyrir verra félag þegar ég er númer tvö,“ sagði Karius.
,,Það er alls engin pressa á mér, ég þarf ekki að skipta um lið. Ég get staðið mig á æfingum með Liverpool.“
,,Þú veist það sem varamarkvörður á Englandi þá færðu tækifæri. Ég er hjá besta félagi heims sem berst um titla. Það er gott að vera í Liverpool.“