fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Ekkert kerlingakjaftæði og ostalykt þegar Magnús og Máni tókust á: „Byrjaðu svo að rifa kjaft“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 13. júní 2020 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekkert kellingakjaftæði í íslenka boltanum sko!,“ skrifaði Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri afþreyingamiðla og sölu Símans í gær á Twitter og óhætt er að segja að allt hafi orðið vitlaust. Magnús setti færsluna inn með mynd af þeim sem koma að umfjöllun um efstu deild karla í knattspyrnu hjá Stöð2 Sport en það er Sýn, keppinautur Símans sem hefur réttinn af íslenskri knattspyrnu. Magnús gagnrýndi þarna að engar konur kæmu að umfjöllun um efstu deild karla.

Sýn er með réttinn af efstu deild kvenna og þar koma bara konur að dagskrárgerðinni. „Hvað ert þú aftur búin að sýna mikinn kvennabolta á símanum? Þetta er ævintýralega vandræðarlegt hjá þér félagi,“ sagði Máni Pétursson sem kemur að umfjöllun Sýn um efstu deild karla.

Magnús Hafliðason sem sér um markaðsmál hjá Sýn var einnig fljótur að svara dylgjum nafna síns. „Ekki nema fullt af útsendingum, þ.m.t öll fyrsta umferð kvenna í beinni og sér þáttur tileinkaður deildinni, stýrt af konu og með kvenkyns alitsgjöfum,“ skrifaði Magnús.

Nafni hans á Símanum var ekki lengi að svara fyrir sig. „Snilld. En ég er bara að horfa á karlmannlegt markaðsefni þitt.“

Buðu síðast í kvennafótbolta árið 2017:

Magnús sagði í svari til Mána að Síminn hefði síðast boðið í sýningarétt á kvennafótbolta árið 2017 þegar Evrópumótið fór fram. „Bauðstu síðast í eitthvað 2017 og hendir þessu inn 2020. Framlag þitt til kvennaknattspyrnunar er ekki mikið. Ég geri ráð fyrir boði í ensku úrvalsdeildina i sumar frá simanum.þar Sem þú ert búin að garga á torg samfélagsmiðlana hvað þú ert góður og réttsýnn maður,“ skrifaði Máni og var óhress með Magnús.

Magnús sagði Síminn styðja kvennafótbolta með Símamótinu sem fram fer á hverju ári í Kópavogi. „Annars ætla ég að bjóða þér að troða þessu síðasta kommenti rakleiðis uppí þeramínið á þér. Síminn hefur til fjölda ára lagt mikinn metnað í Símamótið í yngri flokkum kvenna með beinum útsendingum síðustu ár.“

Mána fannst þetta ekki merkilegt svar og sagði „Ertu þá að tala um mótið sem þið eruð að kosta sjálfir líka. Eruð þið ekki bara að auglýsa eigið ágæti. Veit ekki betur en að við förum á slík mót líka. Þetta er bara vandræðaleg tilgerð í þér. Þrífðu bara ostalyktina þarna á símanum og byrjaðu svo að rifa kjaft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United