fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Ekkert kerlingakjaftæði og ostalykt þegar Magnús og Máni tókust á: „Byrjaðu svo að rifa kjaft“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 13. júní 2020 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekkert kellingakjaftæði í íslenka boltanum sko!,“ skrifaði Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri afþreyingamiðla og sölu Símans í gær á Twitter og óhætt er að segja að allt hafi orðið vitlaust. Magnús setti færsluna inn með mynd af þeim sem koma að umfjöllun um efstu deild karla í knattspyrnu hjá Stöð2 Sport en það er Sýn, keppinautur Símans sem hefur réttinn af íslenskri knattspyrnu. Magnús gagnrýndi þarna að engar konur kæmu að umfjöllun um efstu deild karla.

Sýn er með réttinn af efstu deild kvenna og þar koma bara konur að dagskrárgerðinni. „Hvað ert þú aftur búin að sýna mikinn kvennabolta á símanum? Þetta er ævintýralega vandræðarlegt hjá þér félagi,“ sagði Máni Pétursson sem kemur að umfjöllun Sýn um efstu deild karla.

Magnús Hafliðason sem sér um markaðsmál hjá Sýn var einnig fljótur að svara dylgjum nafna síns. „Ekki nema fullt af útsendingum, þ.m.t öll fyrsta umferð kvenna í beinni og sér þáttur tileinkaður deildinni, stýrt af konu og með kvenkyns alitsgjöfum,“ skrifaði Magnús.

Nafni hans á Símanum var ekki lengi að svara fyrir sig. „Snilld. En ég er bara að horfa á karlmannlegt markaðsefni þitt.“

Buðu síðast í kvennafótbolta árið 2017:

Magnús sagði í svari til Mána að Síminn hefði síðast boðið í sýningarétt á kvennafótbolta árið 2017 þegar Evrópumótið fór fram. „Bauðstu síðast í eitthvað 2017 og hendir þessu inn 2020. Framlag þitt til kvennaknattspyrnunar er ekki mikið. Ég geri ráð fyrir boði í ensku úrvalsdeildina i sumar frá simanum.þar Sem þú ert búin að garga á torg samfélagsmiðlana hvað þú ert góður og réttsýnn maður,“ skrifaði Máni og var óhress með Magnús.

Magnús sagði Síminn styðja kvennafótbolta með Símamótinu sem fram fer á hverju ári í Kópavogi. „Annars ætla ég að bjóða þér að troða þessu síðasta kommenti rakleiðis uppí þeramínið á þér. Síminn hefur til fjölda ára lagt mikinn metnað í Símamótið í yngri flokkum kvenna með beinum útsendingum síðustu ár.“

Mána fannst þetta ekki merkilegt svar og sagði „Ertu þá að tala um mótið sem þið eruð að kosta sjálfir líka. Eruð þið ekki bara að auglýsa eigið ágæti. Veit ekki betur en að við förum á slík mót líka. Þetta er bara vandræðaleg tilgerð í þér. Þrífðu bara ostalyktina þarna á símanum og byrjaðu svo að rifa kjaft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea
433Sport
Í gær

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra
433Sport
Í gær

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
433Sport
Í gær

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze