Það er búið að draga í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla og ljóst að spennandi viðureignir eru á dagskrá.
Kórdrengir fá að reyna fyrir sér gegn Pepsi-deildarliði en liðið mun spila við ÍA á heimavelli.
Vængir Júpíters fá erfitt verkefni gegn KR og það sama má segja um SR sem spilar við stórlið Vals.
Minni liðin fengu mörg erfið verkefni en einnig eru leikir á dagskrá þar sem úrslitin gætu farið hvernig sem er.
Það var einnig dregið í kvennabikarnum og þar mætir Valur til að mynda ÍBV og Stjarnan spilar við Selfoss.
Karlar: 23-25 júní
KA – Leiknir R
Kórdrengir – ÍA
SR – Valur
Breiðablik – Keflavík
Fjölnir – Selfoss
Stjarnan – Leiknir F.
Þór – Reynir S.
ÍH – Fylkir
Vængir Júpíters – KR
ÍBV – Tindastóll eða Samherjar
Fram – ÍR
KF eða Magni – HK
Þróttur R. – FH
Grótta – Höttur/Huginn eða Fjarðabyggð
Afturelding – Árborg
Víkingur Ó. – Víkingur R.
Konur: 10-11 júlí
Valur – ÍBV
Þór/KA – Keflavík eða Afturelding
Þróttur R. – FH
Fylkir – Breiðablik
Stjarnan – Selfoss
Haukar eða Víkingur R. – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir eða Sindri