Eins og flestir vita þá er Chelsea í viðræðum við RB Leipzig um framherjann Timo Werner.
Werner er með kaupákvæði í samningnum sínum og má fara fyrir 50 milljónir punda sem Chelsea vill borga.
Viðræðurnar hafa þó gengið hægt fyrir sig en þetta kaupákvæði rennur út á mánudaginn.
Það gæti þýtt að Chelsea muni renna út á tíma til að næla í Werner sem er 24 ára gamall.
Ef Chelsea mistekst að klára kaupin fyrir mánudag þá mun Leipzig hækka verðmiðann verulega.
Chelsea mun ekki borga meira fyrir þýska landsliðsmanninn og verður því að ganga frá kaupunum um helgina.