Breiðablik 3-0 FH
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir(2′)
2-0 Alexandra Jóhannsdóttir(91′)
3-0 Sveindís Jane Jónsdóttir(92′)
Breiðablik byrjar íslensku kvennadeildina mjög vel í sumar en liðið mætti FH í fyrstu umferð í dag.
Opnunarleikur mótsins fór fram í gær en Valur vann þá sannfærandi 3-0 heimasigur á KR.
Það sama var upp á teningnum í dag en Blikar höfðu betur með þremur mörkum gegn engu á heimavelli.
Fyrsta mark leiksins skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir aðeins tvær mínútur.
Tvö seinni mörkin komu bæði í uppbótartíma seinni hálfleiks og komst hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir á meðal annars á blað.