Bayern 2-1 Gladbach
1-0 Joshua Zirzee
1-1 Benjamin Pavard(sjálfsmark)
2-1 Leon Goretzka
Bayern Munchen er með níu fingur á titlinum í Þýskalandi eftir leik við Borussia Monchengladbach í dag.
Leikurinn fór fram á Allianz Arena og vann Bayern 2-1 heimasigur með sigurmarki Leon Goretzka.
Bayern er með sjö stiga forskot á Dortmund þegar þrjár umferðir eru eftir og þarf einn sigurleik.
Ef liðið sigrar Werder Bremen á þriðjudag er níundi deildarmeistaratitillinn í höfn.