Alexander var 16 ára drengur í Mexíkó sem var myrtur á dögunum en mikil sorg hefur ríkt í skóla hans síðan þá.
Alexander var öflugur knattspyrnumaður og liðsfélagar hans úr fótboltanum fengu leyfi til að fara með hann á völlinn í síðasta sinn.
Líkkista Alexanders var færð á knattspyrnuvöllinn þar sem hann var vanur að leika sér með vinum sínum.
Kistunni var komið fyrir hjá markinu og vinirnir létu Alexander skora sitt síðasta mark á lífsleiðinni. Sorgleg en falleg stund.
Þetta fallega augnablik má sjá hér að neðan.
#Oaxaca | #Cuenca 🎥 Compañeros de Alexander lo despiden, mete su último gol. pic.twitter.com/dJ9hY2DaTW
— Noticias de Oaxaca | TVBUS (@tvbus) June 11, 2020