fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

FH-ingar snöggir til eftir að Kristján Gauti sást æfa með Stjörnunni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. júní 2020 09:00

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Gauti Emilsson er að ganga í raðir FH. Fótbolti.net sagði frá þessu í gær samkvæmt heimildum og 433.is hefur síðan fengið þetta staðfest.

Kristján Gauti hætti í knattspyrnu árið 2016 þá 23 ára gamall þegar hann lék með NEC í Hollandi

Kristján getur spilað sem framherji eða framliggjandi miðjumaður en hann er 27 ára gamall í dag. Á besta aldri en hefur ekkert spilað í fjögur ár.

„Ég hef heyrt þetta að Kristján Gauti sé að taka fram skóna, þetta er saga sem ég hef heyrt. Guð hjálpi manni að taka fram skóna eftir fjögur ár í dvala,“ sagði Guðmundur Benediktsson í fyrradag.

Kristján Gauti hafði mætt á æfingar hjá Stjörnunni og þegar FH frétti af áhuga Kristjáns á að snúa aftur á völlinn var félagið fljótt til og hafði samband. Þessi uppaldi FH-ingur ætlar því að rífa fram skóna og hjálpa félaginu sem stefnir aftur á toppinn.

Búist er við að FH staðfesti komu Kristjáns í dag eða á morgun en hann verður þó líklega ekki leikfær gegn HK á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin