Bernd Leno, markvörður Arsenal, segir að liðið stefni á að ná fimmta sæti deildarinnar á þessu tímabili.
Arsenal er í níunda sæti deildarinnar eins og er, fimm stigum á eftir Manchester United í fimmta sæti.
Fimmta sætið gæti dugað fyrir Meistaradeildarsæti eftir tveggja ára keppnisbann Manchester City.
,,Ég vona að við getum komist í Evrópusæti, við útilokum ekki Meistaradeildina því við gætum náð fimmta sæti – það gæti dugað vegna stöðu Manchester City,“ sagði Leno.
,,Við vorum í ágætis formi fyrir hlé og vonandi getum við haldið uppteknum hættu og náð Evrópusæti.“