fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Utan vallar: Allir eiga pening eftir 100 milljónir frá KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utan vallar er skoðunarpistill

Það vakti nokkra athygli þegar Knattspyrnusamband Íslands reif upp veskið og borgaði 100 milljónir króna út til aðildarfélaga sinna á dögunum, félaga í neyð sem ekki hafa getið staðið við gerða samninga eftir að kórónuveiran kom upp.

Félögin hafa kvartað og kveinað síðustu vikur og mánuði, reksturinn ómögulegur og leikmenn hafa tekið höggið á sig. Nú þegar stutt er í mót virðist hins vegar annað hvert félag eiga peninga til að fjármagna leikmannakaup.

Allir leikmenn Fylkis lækkuðu sem dæmi laun sín um 50 prósent í þrjá mánuði, félagið kaupir nú Arnór Gauta Jónsson frá Aftureldingu fyrir þó nokkra upphæð og reynir að fá Geoffrey Castillion aftur til félagsins. Þetta getur Fylkir gert skömmu eftir að hafa fengið 5,3 milljónir úr vasa KSÍ.

Allir leikmenn KA lækkuðu laun sín um ríflega 20 prósent fram fram í nóvember, félagið gat í gær fengið Guðmund Stein Hafsteinsson sem var eftirsóttur. Launapakki Guðmundar er myndarlegur en KA með 4,3 milljónir frá KSÍ í vasanum gat leyft sér að borga meira en önnur lið.

Það er líklega ósanngjarnt að taka þessi félög fyrir en þetta eru þau félög sem eru að láta af sér kveða á leikmannamarkaðnum í dag og í gær. Ég varð mjög hissa þegar stjórn KSÍ samþykkti að greiða út 100 milljónum króna af eigin fé sambandsins til aðildarfélaga. Sambandið lét undan gríðarlegri pressu frá ÍTF og aðildarfélögunum.

Engar kvaðir voru á því hvað þessir fjármunir ættu að fara í frekar en sá milljarður sem félögin hafa fengið frá KSÍ frá 2016 vegna árangurs Íslands á EM og HM auk greiðslna frá UEFA. Það er erfitt að hlusta á félögin kvarta og kveina einn daginn og vaða svo út á akurinn þann næsta og versla sér leikmenn, ekki beint sannfærandi málflutningur þegar síðustu mánuðir eru skoðaðir.

KSÍ á ekki að vera samband sem hleypur undir bagga þegar rekstur félaga er oftar en ekki óábyrgur. Sambandið ætti miklu frekar að nýta eigið fé sitt í að auka menntun þjálfara, gera meira fyrir afreksfólk sitt og fleira í þeim dúr. Fjármunir sem skila sér mögulega aftur í kassa sambandsins með góðum árangri landsliða. KSÍ greiðir alveg nóg til félaganna í dag, með styrkjum, sambandið borgar allan dómarakostnað og miklu meira. Sambandið hefur staðið sig gríðarlega vel til fjölda ára að borga hluti sem eru ekkert sjálfsagðir.

Ef ég væri leikmaður í liði sem ekki gat borgað launin mín að fullu fyrir mánuði síðan en nú getur verslað sér leikmann og borgað honum vel í aðra hönd, þá væri fundurinn með framkvæmdarstjóra félagsins ekkert sérstaklega skemmtilegur fyrir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu
433Sport
Í gær

Miðjumaður Liverpool mjög eftirsóttur

Miðjumaður Liverpool mjög eftirsóttur
433Sport
Í gær

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer