fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Fimm stærstu augnablik Íslendinga á stærsta sviðinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 20:00

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta sviðið sem knattspyrnumaður getur spilað á með félagsliði sínu er Meistaradeild Evrópu. Í þessari keppni koma öll bestu lið Evrópu, þarna hefur nokkur fjöldi af Íslendingum komið við sögu en mismikið hefur þó komið út úr frammistöðu þeirra. Eiður Smári Guðjohnsen á merkilegasta feril Íslendings í keppninni en ekki er útilokað að Arnór Sigurðsson skrifi sig áfram í sögubækurnar en hann hefur verið frábær á þessu tímabili. DV tók saman fimm merkilegustu augnablik Íslendings í þessari frábæru keppni.

1. Eiður Smári Guðjohnsen vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2009
Eiður Smári Guðjohnsen var hluti af liði Barcelona sem vann þessa merkilegu keppni árið 2009. Eiður Smári var þó ónotaður varamaður í úrslitaleiknum í Róm þar sem Barcelona hafði betur gegn sigursælasta liði í sögu enska fótboltans, Manchester United. Eiður Smári kom við sögu í fimm leikjum þetta tímabil í Meistaradeildinni, hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá félaginu og yfirgaf hann liðið um sumarið. Hann er hins vegar eini Íslendingurinn sem fengið hefur gullmedalíu fyrir sigur í þessari merkilegu keppni, um er ræða medalíu sem alla knattspyrnumenn dreymir um að eignast og Eiður Smári á eina slíka í skáp sínum.

Mynd/Getty

2. Mark og stoðsending Arnórs Sigurðsonar á Santiago Bernabeu gegn Real Madrid árið 2018
Real Madrid tapaði stórt í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er liðið fékk CSKA Moskvu í heimsókn á Santiago Bernabeu. CSKA kom mörgum á óvart í fyrri leik liðanna og hafði betur með einu marki gegn engu í Rússlandi. Liðið gerði þó enn betur í síðustu viku og vann nokkuð sannfærandi 3-0 útisigur á ríkjandi meisturum. Arnór Sigurðsson átti frábæran leik fyrir CSKA en hann lagði upp fyrra mark liðsins og skoraði annað. Arnór hefur stimplað sig hressilega inn á stuttum tíma í íslenskt íþróttalíf, þessi 19 ára Skagamaður hefur slegið í gegn í Rússlandi og ekki sér fyrir endann á þessari velgengni hans.

Mynd/Getty

3. Mark Alfreðs Finnbogasonar gegn Arsenal árið 2015 í 3-2 sigri
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiakos í fræknum 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeildinni árið 2015 en Alfreð kom inn af varamannabekknum og skoraði sigurmarkið í leiknum. Olympiakos komst í þrígang yfir í leiknum en Arsenal tókst að svara með mörkum frá Theo Walcott og Alexis Sanchez. Alfreð Finnbogason byrjaði á bekknum hjá Olympiakos í leiknum en hann kom inn á í hálfleik og átti eftir að skrifa sig í sögubækurnar. Stuttu eftir jöfnunarmark Sanchez kom Alfreð Olympiakos aftur yfir, hann var eins og refur í teignum og tók færið sitt vel. Alfreð fagnaði marki sínu vel sem er hans eina í þessari bestu keppni til þessa.

Mynd/Getty

4. Vítaklúður Kolbeins Sigþórssonar gegn Barcelona árið 2013
Kolbeinn Sigþórsson lék nokkra leiki með Ajax í deild þeirra bestu en tókst aldrei að troða boltanum yfir línuna, besta tækifæri Kolbeins kom árið 2013 þegar Ajax var í heimsókn á einum sögufrægasta velli fótboltans, Camp Nou í Katalóníu. Barcelona vann 4-0 sigur á Ajax en Kolbeinn tók vítaspyrnu á vellinum árið 2013. Vítaspyrnan var hins vegar ekki góð og Victor Valdes sem stóð í marki Barcelona varði frá framherjanum knáa.

Mynd/Getty

5. Mark Eiðs Smára á Anfield en Liverpool fór áfram árið 2007
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði á Anfield með Barcelona árið 2007 þegar Barcelona féll úr leik gegn Liverpool. Eiður hafði byrjað á bekknum í leiknum en kom inn á og skoraði, það dugði ekki til. „Ég nýtti tækifærið vel sem ég fékk og vonandi fjölgar þeim á næstunni. Ég hef æft mjög vel, bæði með liðinu og hef verið á séræfingum og það á vonandi eftir að skila sér. Ég er þannig byggður að ég þarf að æfa vel og sérstaklega þegar ég fæ ekki að spila mikið. Ég hefði svo sannarlega kosið að vera inni á frá fyrstu sekúndu en það er ekki mitt að ákveða það. Menn geta alltaf verið vitrir eftir á. Maður heyrir gagnrýni yfir leikkerfinu sem við lékum eftir en með þessu sama leikkerfi sundurspiluðum við Zaragoza í bikarnum á útivelli,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið um markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“