fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Þetta gerist ef leikmaður á Íslandi greinist með COVID-19

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 09:35

. Mynd: Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í framhaldi af tilmælum sem KSÍ hefur þegar birt vegna framkvæmdar knattspyrnuleikja hafa verið í vinnslu leiðbeiningar um viðbrögð við einkennum og smiti af COVID-19 hjá leikmönnum. Leiðbeiningarnar eru unnar af Runólfi Pálssyni (lækni m.fl. karla hjá Víkingi R.) og Davíð O. Arnar (lækni m.fl. karla hjá Fram) í samráði við Reyni Björnsson, formann heilbrigðisnefndar KSÍ, embætti landlæknis og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. KSÍ þakkar þessum aðilum fyrir sitt framlag.

Viðbrögð við einkennum um öndunarfærasýkingu hjá leikmanni
Ef leikmaður fær einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar, t.d. nefrennsli, hálssærindi eða hósta, eða önnur einkenni sem gætu stafað af sýkingu, s.s. hita, skyndilegan slappleika eða bein- og vöðvaverki, ætti hann/hún að halda sig heima og alls ekki mæta til æfingar eða keppni eða eiga nein bein samskipti við aðra leikmenn eða aðstandendur liðsins. Nauðsynlegt er að leikmaðurinn fari strax í rannsókn til að staðfesta eða útiloka COVID-19 og er því mikilvægt að hann/hún leiti strax til sinnar heilsugæslustöðvar (þar sem leikmaðurinn er skráður).

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Hafa skal samband við heilsugæslustöð með eftirfarandi hætti:

Símleiðis. Upplýsingar um öll símanúmer eru að finna á vegvísi inn á www.heilsuvera.is
Í gegnum „mínar síður“ á www.heilsuvera.is er hægt að senda skilaboð til heimilislæknis eða heilsugæslustöðvar .
Um helgar er hægt að hafa samband við læknavaktina í síma 1700.
Ef sýni er tekið til greiningar á COVID-19 þarf viðkomandi að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi á meðan beðið er niðurstöðu (sjá vef embættis landlæknis).

Viðbrögð við greiningu COVID-19 hjá leikmanni
Leikmaður sem greinist með COVID-19 þarf tafarlaust að fara í einangrun og mun njóta læknisþjónustu eins og aðrir einstaklingar í samfélaginu. Leikmenn sem hafa verið í nánd við þann veika frá því tveimur dögum áður en einkenni hans byrjuðu teljast hafa verið útsettir fyrir smiti. Með því er almennt átt við að þeir hafi verið í minna en tveggja metra fjarlægð frá smitaða einstaklingnum í 15 mínútur eða lengur, hafi verið í beinni snertingu við viðkomandi, dvalið í sama húsnæði, snert sömu hluti eða fleti, eða hafi verið í sama farartæki. Almennt er talið að venjuleg snerting milli leikmanna í knattspyrnuleik hafi ekki í för með sér teljandi hættu á smiti og því eru leikmenn ekki álitnir útsettir vegna þátttöku sinnar. Smitrakningateymi almannavarna metur og tekur ákvörðun um hvort einhverjir leikmenn þurfi að fara í sóttkví.

Endurkoma leikmanns eftir COVID-19
Leikmaður sem sýkst hefur þarf eins og aðrir að halda sig í einangrun þar til liðnir eru a.m.k.14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarprófi) og að hann/hún hafi verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga. Áður en að leikmaður getur hafið æfingar og keppni á ný þarf mat læknis til staðfestingar á að hann/hún sé leikfær samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær