Það átti að fara fram æfngaleikur á æfingasvæði Manchester United í dag en hætt var við hann skömmu áður en hefja átti leik.
Leikmenn Stoke voru mættir á æfingasvæði United þegar allt var blásið af.
Ekki kemur fram í fréttum blaða á Englandi hvers vegna það var en bæði lið undirbúa sig fyrir endurkomu. United tók þess í stað venjulega æfingu frekar en leik við Stoke.
United vonaðist til þess að fá mínútur undir belti leikmanna en liðið vonast til að mæta West Brom um helgina.
Rúm vika er í að United fari af stað en liðið heimsækir Tottenham í fyrsta leik.