Chelsea hefur komist að samkomulagi við Timo Werner um að ganga í raðir félagsins frá RB Leipzig í sumar.
Werner var sterklega orðaður við Liverpool en hann hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi.
Chelsea ætlar að borga honum 170 þúsund pund á viku og er Chelsea að rífa upp veskið á meðan önnur félög halda sig til hlés.
Werner verður launahæsti leikmaður Chelsea og mun þéna meira en markvörðurinn Kepa Arrizabalaga og N´Golo Kante sem voru launahæstu leikmenn Chelsea.