Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki getað æft með Burnley síðustu daga. Þetta staðfestir Sean Dyche stjóri Burnley.
Burnley eins og önnur lið í ensku úrvalsdeildinni eru að undirbúa sig undir endurkomu en deildin fer af stað eftir tæpar tvær vikur.
Jóhann Berg stífnaði í kálfa en kantmaðurinn knái hefur misst mikið út síðustu ár vegna meiðsla.
Hann meiddist á kálfa í upphafi þessa tímabils auk þess að hafa rifið vöðva í læri með íslenska landsliðinu. Hann hefur því ekki náð neinu flugi með Burnley á þessu tímabili.
Dyche segir að Jóhann hafi stífnað í kálfanum en ekki kemur fram hversu lengi hann verðu frá vegna þess.