fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 30. maí 2020 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson kom við sögu þegar FH vann 2-0 sigur á Fram í æfingaleik nú þegar tvær vikur eru í að boltinn fari af stað hér heima.

Emil skoraði magnað mark í leiknum en líkur eru á að hann spili með FH í sumar, hann er samningsbundinn Padova til loka júní. Óvíst er með tímabilið í C-deildinni á Ítalíu.

„Emil Hallfreðs að smyrja boltanum í fjærhornið með vinstri vel fyrir utan teig og koma FH í 2-0 á móti Fram eftir 70 mín. Algjör svindlkall ef þessi gæi mætir í deildina í sumar. Veisla að boltinn sé byrjaður að rúlla,“ skrifar Haukur Magnússon á Twitter.

Ljóst er að koma Emils í Pepsi Max-deildin væri hvalreki fyrir deildina en hann hefur átt frábæran atvinnumannaferil og verið lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Á sama tíma gerðu FJölnir og Grindavík 3-3 jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG
433Sport
Í gær

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana
433Sport
Í gær

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham